Viðskipti innlent

Jón náði kjöri í stjórn N1

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson. Vísir/Anton Brink
Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, var kjörinn í stjórn N1 í gær, en tveir voru í framboði. Jón er fæddur árið 1978 og starfar í dag sem starfsmaður sérhæfðra fjárfestinga hjá GAM Management hf.

Hann starfaði hjá FL Group á árunum 2005-2010 og sem forstjóri félagsins frá lokum ársins 2007. Hann er með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands og B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Jón Sigurðsson býður sig fram að nýju

Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, gefur kost á sér í stjórn N1 á hluthafafundi sem fram fer á miðvikudaginn. Jón gaf kost á sér til setu í stjórninni fyrir aðalfund.

Kjósa nýjan stjórnarmann

Boðað hefur verið til hluthafafundar í N1 þann 20. ágúst næstkomandi. Ástæðan er sú að rétt áður en aðalfundur N1 hófst fimmtudaginn 27. mars síðastliðinn dró einn frambjóðenda til aðalstjórnar, Jón Sigurðsson, til baka framboð sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×