Viðskipti innlent

Jón Karl nýr framkvæmdastjóri CP Reykjavík

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri CP Reykjavík.
Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri CP Reykjavík.
Jón Karl Ólafsson er nýr framkvæmdastjóri CP Reykjavík. Hann er jafnframt einn af eigendum fyrirtækisins en það var stofnað í október í fyrra.

Jón er með BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur áratuga reynslu úr flug- og ferðaþjónustu. Hann var forstjóri Primera Air frá 2008 til 2014. Þar áður var hann forstjóri Icelandair Group, eða frá 2005-2008 og forstjóri Icelandair árið 2005. Áður var hann framkvædmastjóri Flugfélags Íslands frá 1999 til 2004.

CP Reykjavík varð til við sameiningu þjónustu- og ráðgjafafyrirtækjanna Congress Reykjavík og Practical. Það veitir innlendum og erlendum viðskiptavinu alhliðaþjónustu í tengslum við ráðstefnur, fundi, viðburði, hvataferðir og sérferðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×