Lífið

Jón Jónsson og atriði frá Rigg í Eyjum

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Jón Ragnar Jónsson kemur fram á Þjóðhátíð.
Jón Ragnar Jónsson kemur fram á Þjóðhátíð.
Jón Jónsson er einn þeirra tónlistarmanna sem koma munu fram á Þjóðhátíð í Eyjum sem líkt og alþjóð veit fer fram í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Það er svo yngri bróðir Jóns, Friðrik Dór, sem flytur Þjóðhátíðarlagið í ár ásamt Sverri Bergmann en lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni.

Rigg viðburðir munu einnig bjóða upp á atriði á föstudagskvöldi hátíðarinnar.

„Þetta er í rauninni eitthvað sem við höfum verið að sérhæfa okkur í að gera, sýningar sem hæfa mómentunum og við ætlum að gera upplifun gesta af þessu mómenti geggjaða,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson en Rigg viðburðir hafa staðið fyrir fjölda sýninga þar sem tekin er fyrir tónlist listamanna á borð við Tinu Turner, Freddy Mer­c­ury, Elton John og Vilhjálm Vilhjálmsson og segir Friðrik að boðið verði upp á brot af því besta. Sjálfur hefur Friðrik aldrei komið á Þjóðhátíð áður og er að vonum spenntur fyrir herlegheitunum. „Ég svona var búinn að bíta það í mig fyrir nokkrum árum að ég færi ekki þangað fyrr en ég færi að syngja þar,“ segir hann og skellihlær.

Með Friðriki í för verða Stefán Jakobsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefanía Svavarsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Dagur Sigurðsson ásamt hljómsveit Rigg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×