Lífið

Jón Jónsson fer á kostum í HM-laginu – sjáið myndbandið

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Jónsson var fulltrúi Íslands við gerð lagsins.
Jón Jónsson var fulltrúi Íslands við gerð lagsins. Mynd/YouTube
Jón Jónsson fer á kostum í myndbandi lagsins Live It, Win It sem er opinbert lag heimsmeistaramóts karla í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði. Lagið hefur nú verið birt á YouTube.

Myndbandið er tæpar sjö mínútur á lengd og syngur Jón sína línu „Live the dream, you believe“ þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Þó er ekki útilokað að hann eigi fleiri línur í laginu, enda lagið í lengra lagi.

Í laginu syngja fulltrúar frá öllum 24 þátttökuþjóðum mótsins, en upptökur fóru nýlega fram á Spáni.

„Þetta eru allt stjörnur í sínum löndum og gaman að segja frá því að þarna var mættur enginn annar en Alexander Ryback fyrir hönd Hvíta-Rússlands. Það vita ekki allir að hann er Hvítrússi en ekki Norðmaður,“ sagði Jón í samtali við Vísi í síðustu viku. Hann heldur út til Katar í janúar til þess að taka þátt í flutningi á laginu við setningarathöfn mótsins.

Sjá má myndband lagsins hér að neðan.


Tengdar fréttir

Syngur með Alexander Ryback í HM lagi

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var valinn til að syngja í lagi sem samið var fyrir heimsmeistaramót karla í handbolta sem verður haldið í Katar í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×