Fótbolti

Jón Guðni frá í nokkrar vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni hefur verið fastamaður hjá Norrköping.
Jón Guðni hefur verið fastamaður hjá Norrköping. mynd/norrköping
Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Norrköping, verður frá keppni næstu 4-8 vikurnar vegna kinnbeinsbrots.

Jón Guðni braut kinnbeinið á æfingu Norrköping á dögunum og óvíst er hversu langan tíma það tekur að gróa.

Jón Guðni kom til Norrköping frá GIF Sundsvall í vetur. Hann lék fyrstu 14 leiki liðsins í sænsku úrvalsdeildinni og skoraði eitt mark.

Norrköping er ríkjandi meistari í Svíþjóð en liðið situr nú í 2. sæti sænsku deildarinnar með 31 stig, einu stigi á eftir Malmö.

Jón Guðni, sem er 26 ára, hefur leikið í Svíþjóð frá árinu 2012. Þar áður lék hann með Beerschot í Belgíu og Fram hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×