Innlent

Jón Gnarr ræddi lögleiðingu kannabis hjá Loga

Atli Ísleifsson skrifar
„Mér finnst full ástæða til að vera opinn fyrir lækningaáhrifum kannabis og að maður eigi ekki að láta einhverja fordóma fyrir hassreykingum trufla það,“ sagði Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri sem var gestur hjá Loga í beinni í gær þar sem þeir ræddu meðal annars mögulega lögleiðingu kannabis.

Jón sagðist hafa fylgdist svolítið með þegar Denver í Bandaríkjunum ákvað að lögleiða kannabis í lækningaskyni. „Ég sá mjög athyglisverðan þátt 60 Minutes um það og lækningaáhrif kannabis sem er náttúrulega ýmiss konar, eins og varðandi krabbameinsmeðferðir. Annað sem ég hef heyrt varðandi krabbameinsmeðferðina er að það hefur líka áhrif á matarlyst.“

Jón sagði um að gera að leita leiða ef neysla kannabis væri eitthvað sem hjálpar fólki í veikindum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×