Innlent

Jón Gnarr í viðtali hjá Craig Ferguson

Atli Ísleifsson skrifar
Bók Jóns, "Gn­arr: How I Became the Mayor of a Lar­ge City in Ice­land and Changed the World“ kom út í Bandaríkjunum fyrir rúmri viku.
Bók Jóns, "Gn­arr: How I Became the Mayor of a Lar­ge City in Ice­land and Changed the World“ kom út í Bandaríkjunum fyrir rúmri viku. Vísir/Vilhelm
Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkurborgar, var í viðtali hjá skoska spjallþáttastjórnandanum Craig Ferguson á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gærkvöldi.

Í viðtalinu ræddi Jón meðal annars nýja bók sína, Gn­arr: How I Became the Mayor of a Lar­ge City in Ice­land and Changed the World. Bókin kom út þann 24. júní.

Jón ræddi einnig um fortíð sína, borgarstjórnartíð sína, Sigur Rós, skólagöngu og sitthvað fleira.

Þátturinn var birtur í heild sinni á YouTube fyrr í kvöld og hefst viðtalið við Jón eftir um 24 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×