Innlent

Jón Gnarr í Fréttablaðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Gnarr hefur verið orðaður við framboð til forseta Íslands.
Jón Gnarr hefur verið orðaður við framboð til forseta Íslands. Vísir/Stefán
Jón Gnarr er nýr pistlahöfundur í Helgarblaði Fréttablaðsins. Hann mun skrifa á hverjum laugardegi í dálkinn Mín skoðun. Fyrsta greinin birtist í blaðinu á laugardaginn kemur. Pistill Jóns mun svo birtast samdægurs hér á Vísi sem og í enskri þýðingu í flipanum News in English á Vísi.

Jón er sem kunnugt er búsettur í Houston þar sem hann starfar sem rithöfundur við Rice-háskólann. Hann greindi einmitt frá því í gær að hann hefði í hyggju að láta breyta nafni sínu í Bandaríkjunum. Jón hefur lengi barist fyrir því að fá Gnarr viðurkennt sem eftirnafn en hefur ekki haft erindi sem erfiði í baráttu sinni við mannanafnanefnd og hefur því þurft að bera nafnið Jón Gnarr Kristinsson í þjóðskrá.

Nú er Jón kominn með bandaríska kennitölu og ætti því að geta haldið í dómshúsið í Houston og breytt nafni sínu úr Jón Gnarr Kristinsson í Jón Gnarr.

„Og ætti þá að njóta sömu undanþágu og innflytjendur til að fá að halda ættarnöfnunum,“ skrifaði Jón á Facebook-síðu sína í gær. Nafnabreytingin kostar um eitt hundrað dollara eða rúmlega 13 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×