Lífið

Jón Gnarr efast um sig sjálfan á RIFF

Ellý Ármanns skrifar
Jón Gnarr.
Jón Gnarr. visir/vimeo skjáskot
Alls munu þrettán kvikmyndagerðarmenn keppa í stuttmyndaflokki RIFF í ár. Leikstjórarnir kom úr ýmsum áttum, þannig má finna reynda leikara eins og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Jörund Ragnarsson sem stíga sín fyrstu spor sem leikstjórar á hátíðinni.

Stuttmyndin hjónabandssæla eftir Jörund hlaut raunar fyrstu verðlaun í stuttmyndaflokki á Montreal World film festival í Kanada á dögunum, það verður því forvitnilegt að sjá myndina þegar hún verður frumsýnd hér á landi í lok september.

Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona kannar svo efann í stuttmynd sinni Ef.  Í athyglisverðri stiklu úr myndinni, sem sjá má hér neðst í grein,  fer Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, yfir efasemdirnar sem sóttu að honum þegar hann starfaði sem borgarstjóri. Þar fannst honum stundum eins og hann ætti ekkert erindi inn á vettvang stjórnmálanna.

Tugir stuttmynda bárust til valnefndar sem völdu þrettán myndir úr bunkanum. Í lok hátíðarinnar mun svo dómnend veita einum kvikmyndagerðarmanni verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar rithöfundar.

Af öðrum kvikmyndagerðarmönnum má nefna Uglu Hauksdóttur sem sýnir mynd sína, Salt, Guðmund Arnar Guðmundsson sem leikstýrir myndinni Ártún, og Hlyn Pálmason.

Heimsíða RIFF.


Ef from Þóra Tómasdóttir on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×