Fótbolti

Jón Daði og Hörður Bjögvin eiga harma að hefna

Óskar Ófeigur Jónsson í Kasakstan skrifar
Jón Daði og Hörður Björgvin á æfingu í Astana.
Jón Daði og Hörður Björgvin á æfingu í Astana. Vísir/Frikki
Tveir leikmenn í íslenska landsliðshópnum á móti Kasakstan eru mættir til landsins í annað skiptið á einu ári því þeir voru einnig með 21 árs landsliðinu þegar liðið spilaði í Astana í fyrra.

Þeir Jón Daði Böðvarsson og Hörður Björgvin Magnússon voru nefnilega báðir í byrjunarliði 21 árs landsliðsins sem tapaði 3-2 á Astana leikvanginum 5. mars 2014.

Leikmenn Kasakstan komust í 2-0 á fyrstu tólf mínútum leiksins en íslenska liðið jafnaði með tveimur mörkum á sjö mínútna kafla í seinni hálfleiknum. Kasakar tryggðu sér hinsvegar sigurinn á 89. mínútu.

Jón Daði og Hörður Björgvin spiluðu líka leikinn ári áður þegar íslenska 21 árs landsliðið vann 2-0 sigur á Kaskastan á Laugardalsvellinum. Þeir þekkja því báðir að vinna Kasakstan og að tapa fyrir Kasakstan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×