Fótbolti

Jón Daði og félagar að vakna eftir erfiðan vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson fagnar hér með félögum sínum.
Jón Daði Böðvarsson fagnar hér með félögum sínum. Vísir/Getty
Jón Daði Böðvarsson og félagar í Kaiserslautern unnu flottan 4-1 útisigur á FSV Frankfurt í þýsku b-deildinni í fótbolta í kvöld.

Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn í fremstu línu en náði ekki að skora. Mörkin skoruðu þeir Antonio Colak (2 mörk), Alexander Ring og varnarmaðurinn Sascha Mockenhaupt.

Króatinn Antonio Colak kom inná sem varamaður í stöðunni 1-1 á 70. mínútu og gerði út um leikinn með tveimur mörkum á næstu sautján mínútum.

Jón Daði Böðvarsson vann vel fyrir félaga sína að vanda en þeir þrír sem spiluðu fyrir aftan hann áttu allir þátt í marki hjá liðinu í kvöld.

Kaiserslautern vann bara 3 af fyrstu 12 leikjum sínum eftir að Jón Daði kom til félagsins en með vorinu hefur gengið miklu betur.

Kaiserslautern hefur nú unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og enginn þeirra hefur tapast. Liðið hoppaði upp í tíunda sæti deildarinnar með þessum sigri en á ekki lengur möguleika á því að komast upp í Bundesliguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×