Fótbolti

Jón Daði lagði upp sigurmarkið á móti meisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. Vísir/AFP
Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson átti mikinn þátt í 2-1 sigri Viking á Noregsmeisturum Molde í sjöttu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Jón Daði kom inná sem varamaður á 64. mínútu og lagði upp sigurmark Veton Berisha á 72. mínútu.

Tommy Høiland kom Molde yfir á 22. mínútu leiksins en  Samuel Adegbenro jafnaði rétt fyrir hálfleik.

Allir íslensku leikmennirnir byrjuðu leikinn á bekknum eins og í síðustu umferð. Jón Daði kom inn á eftir rúman klukkutíma og Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn á 79. mínútu en Indriði Sigurðsson sat allan tímann á bekknum.

Viking-liðið hefur unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum á mótinu og situr nú í 7. sæti, stigi á eftir Molde sem er í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×