Fótbolti

Jón Daði: Hafnaði einu tilboði og hef ekkert heyrt síðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Óvíssa ríkir um  hversu margir leikmenn hverfa á braut frá Viking Stavangri í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en fjórir íslenskir leikmenn eru á mála hjá Viking. Indriði Sigurðsson flytur heim eftir tímabilið og óvíssa ríkir um hvað Jón Daði Böðvarsson gerir.

Þrettán leikmenn renna út á samningi fyrsta janúar 2016, en þar á meðal eru þeir Indriði og Jón Daði.

„Ég hafnaði einu tilboði og ég hef ekkert heyrt síðan. Ef þeir vilja hafa mig áfram væri betra að vita hvaða áætlanir þeir hafa um framtíðina áður en ég ákveð mig," sagði Jón Daði í samtali við Aftenbladet.

Jón Daði hefur verið orðaður við mörg lið í Evrópu og á Norðurlöndunum eftir góða frammistöðu með landsliðinu á haustmánuðum.

Indriði Sigurðsson flytur heim eftir tímabilið, en óvíst er hvað Björn Daníel Sverrisson og Steinþór Freyr Þorsteinsson gera. Þeir eru samningsbundur lengur en hinir Íslendingarnir tveir.

Viking er í fimmta sæti deildarinnar eftir níu leiki í norsku Tippeligaen, en þeir eru með sextán stig eftir leikina níu.

Alla fréttina má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×