Viðskipti innlent

Jón Ásgeir vill skoða aðild að ESB alvarlega

Jón Ásgeir Jóhannesson vill að skoðað verði alvarlega að ganga í Evrópusambandið.
Jón Ásgeir Jóhannesson vill að skoðað verði alvarlega að ganga í Evrópusambandið.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, FL Group og 365, sagði í viðtali við Markaðinn í kvöld að það væri langtímasjónarmið fyrir ríkisstjórnina að skoða alvarlega aðild að Evrópusambandinu.

"Það er ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn. Það er langtímasjónarmið fyrir ríkið að skoða alvarlega aðild að Evrópusambandinu. Ef það gerist eiga bankarnir framtíð á Íslandi," sagði Jón Ásgeir.

Aðspurður um stöðu bankanna sagði Jón Ásgeir að hann teldi uppsagnir liggja í loftinu. "Ég tel að fjármálageirinn muni fækka verulega starfsfólki á næstu tólf mánuðum. Staðan er verri en menn tala um,"segir Jón Ásgeir og bendir á að erlendir bankar líti nánast á bankana sem gjaldþrota miðað við skuldabréfaálagið sem gefið er út á þá. FL Group, þar sem Jón Ásgeir gegnir stjórnarformennsku, er stærsti hluthafi Glitnis.

Nánar verður rætt við Jón Ásgeir í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 á mánudag en hægt er að horfa á það í beinni útsendingu á Vísi.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×