Lífið

Jón Arnór og Lilja Björk glæsileg í brúðkaupinu

Jón Arnór og Lilja Björk.
Jón Arnór og Lilja Björk.
Fremstu körfuboltakappar landsins voru mættir í Dómkirkjuna á laugardaginn til að fagna því að Jón Arnór Stefánsson og Lilja Björk Guðmundsdóttir gengu í það heilaga.

Veislan fór fram á veitingastaðnum Nauthóli í Nauthólsvík með tilheyrandi ræðum og skemmtiatriðum. Guðmundur Magnússon, fyrrverandi leikmaður KR í körfubolta, var veislustjóri og bróðir hans, landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon, var meðal ræðumanna í veislunni. Þeir Jón Arnór eru uppeldisbræður úr Laugarnesinu.

Körfuboltakappinn Jón Arnór lét reyna á sönghæfileika sína í veislunni þegar hann tók lagið með föður sínum Stefáni Eggertssyni. 

#jogl2015

A photo posted by thorhildureva (@thorhildureva) on

EM framundan í haust

Jón Arnór og Lilja eiga saman tvö börn, fjögurra ára gamlan son og rúmlega tveggja ára gamla dóttur. Parið býr á Spáni þar sem Jón Arnór hefur spilað með liði CAI Zaragoza. Gestir í brúðkaupinu skemmtu sér konunglega og voru duglegir að birta myndir af stóra degi parsins á Instagram eins og sjá má að neðan.

Framundan hjá Jóni Arnóri eru svo æfingar með íslenska landsliðinu í körfubolta sem leikur í fyrsta skipti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín í september. Þá verður fróðlegt að sjá hvort hann taki til hendinni í búðinni Kjöti og fisk í Bergstaðastrætinu í sumar sem hann rekur ásamt félaga sínum úr landsliðinu, Pavel Ermolinskij.

Vísir óskar Jóni Arnóri og Lilju Björk hjartanlega til hamingju. Þau voru svo sannarlega glæsileg á stóra daginn eins og sést á myndunum sem vinir þeirra tóku í veislunni og birtu á Instagram.

#jogl2015

A photo posted by @ingithor72 on

Glæsilegasta fólk lífs míns! #JOGL2015

A photo posted by Bergþóra (@bergthorath) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×