Enski boltinn

Jón Arnór með slökkt á símanum sínum fram yfir leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson með Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ og Eyjólfi Guðlaugssyni, gjaldkera KKÍ.
Jón Arnór Stefánsson með Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ og Eyjólfi Guðlaugssyni, gjaldkera KKÍ. Vísir/Daníel
Jón Arnór Stefánsson verður í sviðsljósinu með íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þar sem liðið mætir Bosníu og getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu með sigri.

Jón Arnór er enn að leita sér að liði en ætlar ekki að láta það trufla sig í undirbúningnum fyrir leikinn sem verður spilaður í troðfullri Laugardalshöll í kvöld.

"Malaga er ennþá inn í myndinni en ég hélt um tíma að það væri dottið út. Þeir eru að hafa samband aftur og ég set hitt til hliðar. Ég er búinn að fá tilboð frá Belgíu og þeir eru að pressa rosalega á mig," segir Jón Arnór aðspurður um nýjustu fréttir.

"Ég er ekkert að flýta mér neitt og er bara í góðum málum. Ég er með hundrað prósent einbeitingu á leikinn á morgun (í dag) og ég er ekkert að hugsa um þetta. Ég er búinn að slökkva á símanum og það nær enginn í mig. Ég er bara einbeittur," sagði Jón Arnór á æfingu íslenska liðsins í gær.






Tengdar fréttir

Vonar að adrenalínið gleypi sársaukann

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar í fyrsta sinn fyrir fullri Laugardalshöll í kvöld og í boði er sæti á EM. "Við erum því miður ekki öryggir áfram en erum mjög nálægt þessu,“ segir Hlynur Bæringsson sem ætlar að spila þrátt fyrir ökklameiðsli. "Hann er

Landsliðsmenn litu við í Úrvalsbúðunum | Myndband

Ragnar Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, landsliðsmiðherjarnir kíktu í Úrvalsbúðir Körfuknattleikssambands Íslands á Ásvöllum um helgina og slógu á létta strengi með ungum körfuboltaiðkendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×