Handbolti

Jón Arnór með flottan leik og Valencia í undanúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Arnór í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia voru fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Valencia byrjaði af krafti og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 20-12. Staðan í hálfleik var 34-29, Valencia í vil.

Í síðari hálfleik var Valencia miklu sterkari aðilinn og unnu leikhluta númer þrjú með tólf stiga mun, 33-21.

Eftirleikurinn varð svo auðveldur, en þeir unnu fjórða leikhlutann einnig með tólf stigum þar sem Unicaja skoraði einungis níu stig. Lokatölur 88-59.

Jón Arnór sló því út sitt gamla lið, en Valencia er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Jón átti mjög flottan leik fyrir Valencia, en hann skoraði tólf stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×