MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 19:00

Áhersla lögđ á leynd yfir baksamningum

FRÉTTIR

Jón Arnór fékk ţursabit og fór niđur á hnén

 
Körfubolti
11:30 06. JANÚAR 2016
Jón Arnór Stefánsson vonast til ađ vera klár um helgina.
Jón Arnór Stefánsson vonast til ađ vera klár um helgina. VÍSIR/VALLI

Jón Arnór Stefánsson gat ekki verið með Valencia þegar liðið vann hans gömlu félaga í Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um síðustu helgi.

Jón Arnór segir frá því í viðtali við karfan.is að hann meiddist í leik gegn Tenerife fyrir tveimur vikum síðan og fór of snemma af stað í spenningi fyrir að mæta sínum gömlu samherjum.

„Ég fékk eitthvað tak í bakið, rétt fyrir ofan hægri rasskinnina. Það er einhver diskur í bakinu sem hefur snúist eða er eitthvað skakkur,“ segir Jón Arnór.

„Vonandi verður þetta ekkert langvarandi dæmi. Það er bara þannig, að ef bakið segir stopp þarf maður að hlusta. Þetta eru ekki meiðsli sem þú spilar með. Þetta er þursabit í rauninni. Ég fór bara niður á hnén þegar þetta gerðist,“ segir Jón Arnór Stefánsson.

Hann segist ekki geta spilað Evrópuleik Valencia gegn PAOK í kvöld en vonast til að geta verið með liðinu í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Valencia hefur verið í miklu stuði á leiktíðinni en það er enn með fullt hús stiga bæði á Spáni og í Evrópu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Jón Arnór fékk ţursabit og fór niđur á hnén
Fara efst