SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Jolie og Pitt senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna skilnađarins

 
Lífiđ
19:38 10. JANÚAR 2017
Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. VÍSIR/EPA

Leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt sendu í gærkvöldi sameiginlega yfirlýsingu vegna skilnaðar síns til AP-fréttastofunnar. Þetta er fyrsta sameiginlega yfirlýsing þeirra frá því að greint var frá því í september að þau væru að skilja.

Í yfirlýsingunni kemur fram að Jolie og Pitt hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu þess efnis að dómskjöl í málinu verði ekki gerð opinber til þess að vernda einkalíf barna leikaranna og þá mun einkadómari (e. private judge) taka málið til meðferðar.

Samkvæmt frétt AP eru svokallaðir einkadómarar oft notaðir í málum sem hafa farið hátt í fjölmiðlum svo koma megi í veg fyrir að ítarlega sé fjallað um þau. Aðalágreiningur Jolie og Pitt snýst um forræðið yfir börnunum þeirra sex en Jolie fór í upphafi fram á að fá forræðið ein.

Jolie og Pitt hafa skipst á skotum í gegnum lögmenn sína í fjölmiðlum allt frá því að það fréttist að þau væru að skilja. Þannig var greint frá því í seinustu viku að Laura Wesser, lögmaður Jolie, hefði haldið því fram í dómskjölum að Pitt væri skíthræddur um að þau yrðu gerð opinber því þá myndi almenningur komast að hinu sanna um ástæður skilnaðarins.

Áður höfðu lögmenn Pitt sakað Jolie um að leka upplýsingum um skilnaðinn til fjölmiðla og taka þannig eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni barnanna sem ættu rétt á sínu einkalífi.

Pitt og Jolie tóku saman árið 2004 og giftu sig tíu árum síðar. Eins og áður segja eiga þau saman sex börn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Jolie og Pitt senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna skilnađarins
Fara efst