Innlent

Jólasveinninn þarf ekki heimilisföng til að rata

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Börn allt frá Ástralíu til Bretlands senda gjarnan jólasveininum á Íslandi óskalista fyrir jólin. Mörg þeirra eru ekkert að hafa fyrir því að skrifa heimilisfang sitt undir enda er jólasveinninn með það á hreinu hvar allir búa.

Í pósthúsinu í Pósthússtræti er nóg um að vera enda starfsfólkið á fullu við að koma síðustu jólakortunum og pökkunum á sinn stað fyrir jólin. Inn á milli eru nokkur bréf til jólasveinsins. Nokkur hundruð bréf berast Póstinum á ári hverju sem stíluð eru á jólasveinninn. Bréfin berast víða að en inn á milli má sjá bréf frá Ástralíu. Flest þeirra virðast þó koma frá Bretlandi og Bandaríkjunum.

„Desember er náttúrulega mestur það er stærsti mánuðurinn það koma fleiri bréf þá en við fáum bréf yfir allt árið,“ segir Jóhanna Fríður Bjarnadóttir afgreiðslustjóri í Pósthúsinu í Pósthússtræti. Hún segir að í bréfunum séu oft óskalistar auk annarra hluta sem börnin vilja trúa sveikna fyrir.

Þá vantar oft nöfn undir og jafnvel heimilsföng barnanna.

„Jólsveinninn veit alveg hvar þau búa, það er bara þannig,“ segir Jóhanna. Hún segir aðstoðarmann jólasveinsins sækja bréfin og svara börnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×