Lífið

Jólastemning á Austurvelli - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínasta stemning á Austurvelli.
Fínasta stemning á Austurvelli. Visir/ernir
Ljósin á Oslóartrénu voru tendruð á Austurvelli seinnipartinn í gær. Voru það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Khamshajiny Gunartnam varaborgarstjóri Osló sem kveiktu á trénu.

Venju samkvæmt er tréð hið glæsilegasta en ljósanna prýðir jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tréð. Óróinn heitir Skyrgámur að þessu sinni en þetta er í tíunda skipti sem félagið safnar fé með jólaórásölu. Steinunn Sigurðardóttir hannaði óróann að þessu sinni.

Tréð í ár er síðasta tréð sem Norðmenn senda til Íslands en borgirnar ákváðu í sameiningu að héðan í frá myndu Norðmenn gefa borginni tré úr Heiðmörk. Þótti það samræmast umhverfisviðhorfum betur en núverandi fyrirkomulag.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið í gær og fangaði stemninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×