Lífið

Jólalögin byrjuð að hljóma á Létt Bylgjunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Létt Bylgjan er jólastöðin í ár, eins og svo oft áður.
Létt Bylgjan er jólastöðin í ár, eins og svo oft áður. vísir
Fyrstu jólalögin byrjuðu að hljóma á Létt Bylgjunni í gær en hefð hefur verið fyrir því að byrja spila jólalögin um miðjan nóvember og árið í ár er engin undantekning.

„Það eru þó nokkrar vikur frá því að okkur fóru að berast tölvupóstar og skilaboð í gegnum Facebook-síðu Létt Bylgjunnar þar sem fólk var að spyrja hvenær jólalögin færu í loftið okkur fannst réttur tími  að gera það í gær enda margar verslanir og sum heimili farin að skreyta fyrir jólin,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, dagskrárgerðarmaður á Létt Bylgjunni.

Jóhann segir einnig að eflaust eigi fámennur hópur eftir að láta það fara í taugarnar á sér hversu snemma sé farið af stað en fjöldin sé stærri, sem sé þegar er farinn að undirbúa jólin og vilji heyra jólatónlist meðfram undirbúningi jólanna.

„Við hvetjum hlustendur til þess að fylgjast með okkur í loftinu, á heimasíðunni okkar og á Facebook-síðu Létt Bylgjunnar fram að jólum því við mundum gefa fólki færi á því að fá uppáhalds jólalögin sín leikin og það er að sjálfsögðu heyrir þú uppáhalds jólalögin þín í útvarpinu á fm 96,7,“ segir Jóhann að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×