Innlent

Jólaljósin tendruð á Austurvelli í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Óslóartréð í fyrra.
Óslóartréð í fyrra. vísir/valli
Ljósin á jólatrénu á Austurvelli verða tendruð klukkan 16 í dag við hátíðlega athöfn. Hefð er fyrir því að aðventan hefjist með formlegum hætti með tendrun jólaljósanna en fresta þurfti athöfninni í síðustu viku vegna veðurs. Jólatréð var fengið frá Ósló en brotnaði það í óveðrinu svo sækja þurfti nýtt tré úr Heiðmörk.

Tréð verður að venju fagurskreytt ljósum en að auki mun Giljagaur, jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2014 prýða tréð. Óróar styrktarfélagsins hafa prýtt tréð síðustu ár en Giljagaur er níundi óróinn í jólasveinaseríu félagsins.


Tengdar fréttir

Jólatré í miklu basli

Jólatréð við Miklubraut nærri Elliðarárnum er farið að halla verulega og stjarnan er fallinn af toppi Óslóartrésins.

Tíu metra sitgagreni á Austurvöll

Greinarnar af Óslóartrénu sem skemmdist í óveðrinu verða notaðar í jólaskreytingar í Tjarnarsal Ráðhússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×