Erlent

Jólahafurinn í Gävle lifði aðventuna af

Atli Ísleifsson skrifar
Jólahafurinn stendur við Slottstorget í Gävle á austurströnd Svíþjóðar, norður af Stokkhólmi.
Jólahafurinn stendur við Slottstorget í Gävle á austurströnd Svíþjóðar, norður af Stokkhólmi. Mynd/VisitGävle
Jólahafurinn í sænska bænum Gävle var hvorki brenndur niður eða eyðilagður á annan hátt þessi jólin. Þetta þykir tíðindum sæta enda hafa skemmdarverk oftar en ekki verið unnin á hafrinum, allt frá því að hann var fyrst settur upp fyrir jólin 1966.

Unnið var að því að taka hafurinn saman í morgun en til stendur að senda grind hafursins til Kína þar sem hann verður til sýnis í Zhuhai, vinabæ Gävle. Ár geitarinnar gengur í garð þann 19. febrúar og þótti við hæfi að hafurinn yrði þá fluttur til Zhuhai.

Í frétt SVT segir að jólahafurinn sé 3.600 kíló að þyngd, 13 metrar á hæð og sjö metrar á lengd. Hann fékk síðast að standa óáreittur alla aðventuna árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×