Lífið

Jólagjöf sem vatt upp á sig

Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar
Jakob með plaggötin sín
Jakob með plaggötin sín Vísir/Valli
„Ég gaf vini þetta í jólagjöf eitt árið og hugsaði þetta sem létt grín. Síðan fór ég að fá fyrirspurnir varðandi plakötin og það vatt upp á sig,“ segir Jakob Andersen, danskur sálfræðingur sem er maðurinn á bak við plakötin Reykjavík Posters.

Hann segist ekki vera að finna upp hjólið, þar sem svipuð plaköt séu vinsæl erlendis, bæði af hverfum og neðanjarðarlestarkerfum stórborga. Hægt er að sérpanta hjá Jakobi kort með merkingunni „Þú ert hér“ sem hann segir vera vinsæla innflutningsgjöf.

„Einn vildi láta skrifa „mamma og pabbi“ við heimilið þeirra. Ef hugmyndin af sérmerkingunni kemst fyrir á kortið þá er ekkert mál að setja hana inn, en mér finnst ekki fallegt ef það er of mikið,“ segi hann.

Jakob hefur fengið fyrirspurnir frá Íslendingum úti í löndum, sem vilja fá gamla hverfið sitt upp á vegg, og sendi eitt slíkt til New York um daginn.

Í fyrstu gerði Jakob einungis hverfi á höfuðborgarsvæðinu en vegna fjölda fyrirspurna mun hann bæta í safnið. „Ég er búinn að gera Kópavog og fékk fyrirspurn frá Sauðárkróki. Svo á ég pottþétt eftir að gera Akureyri líka.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×