Enski boltinn

Jólabolti í enska árið 2022 ekki úr sögunni

Sepp Blatter.
Sepp Blatter. vísir/getty
Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að úrslitaleikur HM í Katar árið 2022 verði að fara fram eigi síðar en 18. desember.

Nefnd á vegum FIFA hefur lagt til að mótið fari fram í nóvember og desember. Sú nefnd lagði til að úrslitaleikurinn færi fram á Þorláksmessu.

Englendingar eru á meðal þeirra sem hafa mótmælt þeirri áætlun en þeir vilja ólmir halda í þá hefð að spila í ensku úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs. Ef það væri spilað fram að Þorláksmessu er útilokað það verði spilað í ensku deildinni milli jóla og nýárs.

Blatter segist vera á móti því að það sé spilað fram að Þorláksmessu og leggur því til að úrslitaleikurinn fari fram 18. desember. Tekin verður endanleg ákvörðun í málinu þann 20. mars næstkomandi.

Unnendur enska boltans gætu því fengið jólaboltann sinn árið 2022 eftir allt saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×