Bíó og sjónvarp

Jói Sig tekur Sigga Sig í læknisskoðun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Ég leik lækni sem Siggi kemur til því það hrjáir hann eitthvað og hann þarf að fá niðurstöðu. Þetta er kómískt atriði en grafalvarlegt samt,“ segir leikarinn Jóhann Sigurðarson. Hann fer með eitt af hlutverkunum í kvikmyndinni Afanum sem frumsýnd verður á morgun en með aðalhlutverkið fer Sigurður Sigurjónsson.

Þeir Jóhann og Sigurður hafa verið vinir í fjörutíu ár, leikið margoft saman og gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum. Það var því ekkert tiltökumál að þeir léku saman í þessari persónulegu senu.

„Það er eitthvað innanmeginn sem hrjáir hann,“ segir Jóhann enn fremur um atriðið en vill lítið annað gefa upp. 

Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir, framleiðir og er handritshöfundur Afans en myndin segir Frá Guðjóni sem lifað hefur öruggu lífi. Allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um á sama tíma og að erfiðleik­ar koma upp í hjóna­band­inu og við skipu­lagn­ingu á brúðkaupi dótt­ur sinn­ar. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar, í heim­speki­deild Há­skóla Ísland og á Land­spít­al­ann. 

Jóhann er ekki búinn að sjá myndina en hvetur Íslendinga til að fjölmenna í bíó.

„Ég hlakka voðalega til að sjá hana í heild sinni. Það sem ég er búinn að sjá af henni er mjög skemmtilegt en það er alvarlegur tónn í henni líka. Við gætum sagt að hún sé brosgrátleg.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×