Innlent

Jói Fel kjörinn formaður Landssambands bakarameistara

Anton Egilsson skrifar
Stjörnubakarinn Jóhannes Felixsson, þekktur sem Jói Fel, hefur verið kjörinn formaður LABAK, Landssambands bakarameistara. Jóhannes tekur við keflinu af Jóni Alberti Kristinssyni sem gegnt hefur formannsembættinu síðastliðin þrjú ár en hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.  

Í fréttatilkynningu á vef Samtaka iðnaðarins um málið segir að Jóhannes hafi setið í stjórn LABAK samfellt í fimmtán ár, þar af sjö ár sem formaður.  

Þar kemur einnig fram að þau Róbert Óttarsson og Sigurbjörg Sigþórsdóttir komi ný inn í stjórnina í stað þeirra Jóns Þórs Lúðvíkssonar og Reynis Carls Þorleifssonar. Er Sigurbjörg fyrsta konan til að taka sæti í stjórn LABAK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×