Johnson jįtar kynferšisbrot gegn barni

 
Enski boltinn
13:18 10. FEBRŚAR 2016
Johnson hefur jįtaš.
Johnson hefur jįtaš. VĶSIR/GETTY
Ingvi Žór Sęmundsson skrifar

Adam Johnson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland, hefur játað fyrir rétti að hafa brotið kynferðislega gegn stúlku undir samræðisaldri.

Stúlkan sem um ræðir er 15 ára gömul en Johnson játaði að hafa kysst hana og snert á óviðeigandi hátt. Hann játaði einnig að hafa tælt hana til lags við sig í gegnum internetið.

Ákæran gegn Johnson er í fjórum liðum en hann neitar sök í hinum tveimur ákæruliðunum.

Johnson var handtekinn af lögreglunni í Durham 2. mars í fyrra og í kjölfarið setti Sunderland hann í bann sem var svo aflétt 18. mars.

Johnson hefur leikið með Sunderland frá árinu 2012 en félagið keypti hann á 10 milljónir punda frá Manchester City. Johnson á 12 leiki að baki fyrir enska landsliðið.


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Johnson jįtar kynferšisbrot gegn barni
Fara efst