Erlent

Johnson í vandræðum með að nefna einhvern erlendan þjóðarleiðtoga

Atli Ísleifsson skrifar
Gary Johnson er fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins.
Gary Johnson er fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins. Vísir/AFP
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Gary Johnson átti í miklum vandræðum með að nefna einhvern erlendan þjóðarleiðtoga sem væri í uppáhaldi hjá sér og hann virti í viðtali hjá NBC.

„Í hvaða heimsálfu sem er, hvaða landi sem er. Nefndu einhvern erlendan leiðtoga sem þú virðir og lítur upp til. Hvern sem er,“ spurði þáttastjórnandinn Chris Matthews, sem fékk Johnson til að andvarpa og varaforsetaefnið Bill Weld til að reyna að koma sínum manni til bjargar.

„Ég býst við að ég sé að upplifa annað Aleppo-augnablik,“ sagði Johnson og vísaði þar til nýlegs viðtals þar sem kom í ljós að hann vissi ekki hvað [sýrlenska borgin] Aleppo væri.

Með dyggri aðstoð Weld nefndi Johnson að lokum Vicente Fox, fyrrverandi forseta Mexíkó.

Johnson er fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum og hefur mælst með allt að tólf prósenta fylgi í könnunum.

Sjá má viðtalið við Johnson að neðan.


Tengdar fréttir

Johnson fetar þröngan stíg að Hvíta húsinu

Forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum mælist með um átta prósenta fylgi. Enginn frambjóðandi utan stóru flokkanna tveggja hefur fengið svo mikið fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×