MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 13:31

Figaro frumsýnir rosalegan sumarsmell á Vísi

LÍFIĐ

Johnson ekki međ Sunderland um helgina

 
Enski boltinn
13:00 11. FEBRÚAR 2016
Johnson yfirgefur réttarsalinn í gćr.
Johnson yfirgefur réttarsalinn í gćr. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Adam Johnson verður ekki með Sunderland þegar liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardaginn.

Johnson játaði fyrir rétti í gær að hafa tælt og áreitt 15 ára stúlku kynferðislega. Atvikið átti sér stað í fyrra en Johnson var handtekinn af lögreglunni í Durham í byrjun mars á síðasta ári.

Í ljósi þessa kemur Johnson ekki greina í lið Sunderland á laugardaginn en lærisveinar Sam Allardyce eru í mikilli fallhættu.

Johnson, sem kom til Sunderland frá Manchester City árið 2012, hefur skorað tvö mörk í 19 deildarleikjum á tímabilinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Johnson ekki međ Sunderland um helgina
Fara efst