Johnson bađ um nektarmynd af stúlkunni

 
Enski boltinn
09:30 18. FEBRÚAR 2016
Adam Johnson.
Adam Johnson. VÍSIR/GETTY

Adam Johnson, 28 ára knattspyrnumaður, mun hafa beðið fimmtán ára stúlku um að senda sér nektarmynd af henni. Það fullyrti vinkona stúlkunnar, sem bar vitni í réttarhöldum gegn Johnson í gær.

Johnson hefur verið kærður fyrir að tæla og eiga í kynferðislegu sambandi við fimmtán ára stúlku en í upphafi vikunnar lýsti hún því hvernig kynni þeirra hófust og hvað átti sér stað þeirra á milli.

Sjá einnig: Fórnarlamb Johnson vildi vernda hann

Sjálfur hefur Johnson gengist við því að vingast við stúlkuna í því skyni að koma á kynferðislegu sambandi og játað því að hafa kysst hana. Hann neitar þó tveimur og öllu alvarlegri kærum um kynferðislegt samneyti við ólögráða barn.

Stúlkan segist í dag „algjörlega hata“ Johnson. „Hann sagði öllum að hann væri saklaus og lét fólk kalla mig lygara. Hann lét fólk hvetja sig áfram í leikjum og lét fólk kalla mig öllum mögulegum illu nöfnum,“ sagði stúlkan í dag.

Sjá einnig: Stúlkan segist „algjörlega hata“ Johnson


Adam Johnson í leik međ Sunderland, sem er búiđ ađ reka leikmanninn frá félaginu.
Adam Johnson í leik međ Sunderland, sem er búiđ ađ reka leikmanninn frá félaginu. VÍSIR/GETTY

Hún bað mig um að segja engum frá
Vinkona stúlkunnar segir að hún hafi heyrt lýsingar af fundi þeirra í bifreið Johnson en að þau hafi einnig spjallað í gegnum samskiptaforritið Snapchat.

„Þau voru að spjalla á Snapchat og hann bað hana um að senda sér nektarmynd af henni,“ sagði hún og bætti við að hún hafi aldrei farið til lögreglunnar með þessar upplýsingar. „Af því að hún bað mig um að segja engum frá.“

Vinkonan hitti stúlkuna eftir að hún hafði stundað kynferðislegt athæfi með Johnson í bifreið hans þann 30. janúar í fyrra.

Sjá einnig: Johnson var átrúnaðargoð stúlkunnar sem hann misnotaði

„Hún virtist mjög spennt yfir því í fyrstu. En síðan gerði hún sér grein fyrir því hvað hún hafði gert því hann á kærustu,“ sagði vinkonan sem trúði því ekki í fyrstu að stúlkan væri að segja satt frá - „af því að hann er knattspyrnumaður og hún bara fimmtán ára stúlka.“

En vinkonan skipti um skoðun þegar hún sá eftirfarandi skilaboð frá Johnson til stúlkunnar. „Ég var bara að reyna að fá þig úr buxunum.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Johnson bađ um nektarmynd af stúlkunni
Fara efst