Bíó og sjónvarp

Johnny Depp mun leika Ósýnilega manninn

Birgir Olgeirsson skrifar
Johnny Deep.
Johnny Deep. Vísir/Getty
Leikarinn Johnny Depp hefur tekið að sér hlutverk í endurgerð kvikmyndaversins Universal á myndinni The Invisible Man. Bandaríska tímaritið Variety greinir frá þessu en þar kemur fram að myndin er enn sem komið er án leikstjóra og handritshöfundar. Hún á að verða hluti að nýjum skrímsla-heimi Universal sem Alex Kurtzman og Chris Morgan leiða. 

Kvikmyndin The Invisible Man, eða Ósýnilegi maðurinn, kom fyrst út árið 1933 og var byggð á samnefndir skáldsögu rithöfundarins H.G. Wells. Í þeirri mynd lék Claude Rains vísindamann sem fann leið til að verða ósýnilegur.

Fyrsta endurgerðin í skrímsla-heimi Universal verður The Mummy með Tom Cruise í aðahlutverki en hún verður frumsýnd í júní árið 2017.

Að því er fram kom í Variety í nóvember í fyrra þá vonast Universal til þess að þessu nýja Mummy-mynd muni njóta það mikilla vinsælda að kvikmyndaverið geti skapað nokkurskonar heim skrímsla sem munu síðan öll sameinast í einni risastórri mynd í anda Avengers-myndanna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×