Erlent

John Oliver um vegginn hans Drumpf

Samúel Karl Ólason skrifar
John Oliver vildi fjalla um vegginn af alvöru.
John Oliver vildi fjalla um vegginn af alvöru.
Grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver fjallaði í gær um tillögu forsetaframbjóðandans Donald Trump um að byggja vegg við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í þætti sínum Last Week Tonight í gærkvöldi. Tilgangur veggsins væri að koma í veg fyrir að ólöglegur innflytjendur kæmust yfir landamærin. John Oliver virðist ekki vera ánægður með tillöguna.

Á sinn einstaka hátt líkir Oliver byggingu veggsins við að fá sér rostung sem gæludýr. Það kosti töluvert að peningum en verði mun dýrara með tímanum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Oliver fjallar um Donald Trump.

Sjá einnig: John Oliver hakkar í sig Donald Trump

Án þess að taka tillit til fordóma og annarra þátta, einsetur Oliver sér að taka byggingu veggsins tiltölulega alvarlega. Tillagan sé ein af fáum sem Trump hafi rætt af nákvæmni og hún sé eitt af lykilmálum hans.

Þátturinn verður sýndur í heild sinni og með íslenskum texta á Stöð 2 á morgun klukkan 23:20.

Innslagið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×