Lífið

John Oliver tæklar sykuriðnaðinn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
John Oliver fjallar um sykur.
John Oliver fjallar um sykur.
Í nýjasta pistli sínum tekur þáttastjórnandinn John Oliver sykurneyslu Bandaríkjamanna fyrir. Pistlar Oliver hafa vakið mikla athygli undanfarnar vikur og þykir hann ansi oft hitta naglann á höfuðið í umfjöllun sinni um málefni sem varða marga.

Í pistlinum bendir hann meðal annars á að sykur fyrirfinnst í gríðarlega miklum fjölda fæðu- og drykkjategunda. Til dæmis bendir hann á að í Clamato safa, sem er vinsæll til þess að blanda kokteila, eru ellefu grömm af sykri í einum skammti.

John Oliver bendir einnig á að sykur finnist í salat dressingum, brauði, morgunkorni og tómatsósu, svo einhver dæmi séu tekin.

Hér að neðan má sjá John Oliver tækla sykuriðnaðinn.


Tengdar fréttir

Oliver útskýrir þá ógn sem stafar af drónum

John Oliver segir drónaárásir eitt af því sem helst verði bendlað við stjórnartíð Baracks Obama í framtíðinni enda hafi þær stóraukist á undanförnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×