Lífið

John Oliver hélt flýtinámskeið í sögu fyrir skordýr

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
John Oliver getur meira að segja gert skordýr fyndin.
John Oliver getur meira að segja gert skordýr fyndin. Mynd/Skjáskot
Söngtifur, eða Cicadas, eru skordýr sem verja aðeins nokkrum dögum eða vikum af ævi sinni ofanjarðar til að þroskast, makast, og koma fyrir eggjum. Þegar eggin klekjast falla þau ofan í jörðina og dvelja þar í allt að 17 ár. Að 17 árum liðnum hefst svo hringrásin á ný.

Nú er kominn sá tími að söngtifurnar sem urðu til árið 1999 fara á stjá og John Oliver, í sérstakri netútgáfu af þætti sínum Last Week Tonight, ákvað að halda fyrir þær flýtinámskeið og fræða þær um hvað gerst hafi í heiminum frá árinu 1999.

Ekki veitir af enda ansi margt sem gerst hefur líkt og Oliver fór yfir af sinni alkunnu snilld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×