Erlent

John Oliver hakkar í sig Donald Trump

Atli Ísleifsson skrifar
John Oliver afhjúpaði ýmsa vitleysu sem komið hefur frá Donald Trump.
John Oliver afhjúpaði ýmsa vitleysu sem komið hefur frá Donald Trump.
Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók bandaríska auðjöfurinn Donald Trump fyrir í þætti sínum Last Week Tonight í gærkvöldi.

Oliver sagði hann að mestu hafa hunsað Trump í þáttum sínum fram að þessu, en nú hafi hann sigrað í forkosningum Repúblikana í þremur ríkjum, mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum fyrir ofurþriðjudaginn svokallaða, og Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey sem nýverið dró framboð sitt til forseta til baka, hefur lýst yfir stuðningi við Trump.

Oliver lýsti af sinni alkunnu snilld Trump sem „fæðingarbletti á baki Bandaríkjanna“ sem í byrjun hafi virtst meinlaus en þar sem hann hafi orðið „hættulega stór“ sé ekki lengur talið gáfulegt að líta framhjá honum.

Þátturinn verður sýndur í heild sinni og með íslenskum texta á Stöð 2 á morgun klukkan 23:20.

Sjá má innslag Oliver að neðan.

Our main story was about Donald Trump. We can't believe we're saying that either.

Posted by Last Week Tonight with John Oliver on Sunday, 28 February 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×