Lífið

John Malkovich bregður sér í líki Marilyn Monroe og Alberts Einstein

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Marilyn in Pink Roses eftir Bert Stern. Tekin árið 1962.
Marilyn in Pink Roses eftir Bert Stern. Tekin árið 1962.
Ljósmyndarinn Sandro Miller hefur margoft unnið með Hollywood-leikaranum John Malkovich og ákvað því að nota hann til að hylla þá ljósmyndara sem hann lítur hvað mest upp til.

Sandro ákvað að endurgera nokkrar af frægustu ljósmyndum heimsins með aðstoð Johns en myndaröðina kallar hann Malkovich, Malkovich, Malkovich: Homage to photographic masters.

Á myndunum skína leiklistarhæfileikar Johns í gegn en hann bregður sér jafnt í líki karla og kvenna eins og sést á meðfylgjandi myndum. Fleiri myndir í myndaröðinni má sjá hér.

Salvador Dalí eftir Philippe Halsman. Tekin árið 1954.
Alfred Hitchcock with Goose eftir Albert Watson. Tekin árið 1973.
Self Portrait (Fright Wig) eftir Andy Warhol. Tekin árið 1986.
Pablo Picasso eftir Irving Penn. Tekin árið 1957.
Albert Einstein Sticking Out His Tongue eftir Arthur Sasse. Tekin árið 1951.
Che Guevara eftir Alberto Korda. Tekin árið 1960.
Mick Jagger “Fur Hood” eftir David Bailey. Tekin árið 1964.
John Lennon and Yoko Ono eftir Annie Leibovitz. Tekin árið 1980.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×