Sport

Jóhanna missti naumlega af gullinu

Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Jóhanna Margrét Snorradóttir á Stimpli.
Jóhanna Margrét Snorradóttir á Stimpli. Mynd/Jón Björnsson
Æsispennandi úrslitum í slaktaumatölti T2 lauk með sigri Lucie Maxheimer frá Þýskalandi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer um þessar mundir í Herning í Danmörku.

Þegar upp var staðið munaði aðeins fjórum kommum á Jóhönnu Margréti Snorradóttur og Lucie. Jóhanna fékk 6.38 en sú þýska fékk 6.42.

Jóhanna Margrét var orðin svolítið á eftir þegar kom að þriðju greininni, lausa taumnum. Þrátt fyrir að vera með hæstu tölurnar í lausa taumnum þá dugði það því miður ekki til og silfrið var hennar. Jóhanna og Stimpill frá Vatni hafa því lokið keppni á mótinu.

Lokastaðan í T2 ungmenna:

Knapi/ Hestur

Lucie Maxheimer - Stjörn vom Eifelhaus 6,42

ANY 6,5 - 6,5 - 6,5 - 6,5 - 7,0 = 6,50

SLOW 6,0 - 6,5 - 6,0 - 5,5 - 7,0 = 6,17

NO R 6,5 - 6,5 - 6,5 - 4,5 - 6,5 = 6,50

Jóhanna Margrét Snorradóttir - Stimpill frá Vatni 6,38

ANY 6,0 - 6,5 - 6,5 - 6,0 - 6,0 = 6,17

SLOW 5,5 - 6,0 - 5,5 - 6,0 - 5,5 = 5,67

NO R 7,0 - 7,0 - 6,5 - 6,5 - 7,0 = 6,83

Oda Ugland  - Vökull frá Kópavogi 6,25

ANY 6,5 - 7,0 - 7,0 - 7,0 - 6,5 = 6,83

SLOW 6,5 - 6,5 - 6,5 - 6,5 - 6,0 = 6,50

NO R 5,5 - 6,5 - 6,0 - 6,0 - 5,5 = 5,83

Caroline Wangen - Láki frá Hemlu I 6,04

ANY 6,5 - 7,0 - 6,0 - 6,5 - 6,0 = 6,33

SLOW 6,0 - 6,5 - 6,0 - 6,0 - 7,0 = 6,17

NO R 5,5 - 6,0 - 6,0 - 5,0 - 6,0 = 5,83

Marvin Heinze - Myrkvi vom Quillerhof 5,79

ANY 7,0 - 7,0 - 6,5 - 7,5 - 7,0 = 7,00

SLOW 6,5 - 7,0 - 7,0 - 7,0 - 6,5 = 6,83

NO R 4,0 - 5,0 - 2,5 - 5,0 - 5,5 = 4,67

Mynd/Bjarni Þór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×