Bíó og sjónvarp

Jóhann Jóhannsson vinnur aftur með leikstjóra The Theory of Everything

Bjarki Ármannsson skrifar
Jóhann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína við myndina The Theory of Everything.
Jóhann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína við myndina The Theory of Everything. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson hefur verið ráðinn til að semja tónlistina við næstu kvikmynd leikstjórans James Marsh. Marsh leikstýrði einnig myndinni The Theory of Everything en fyrir tónlist sína við þá mynd hlaut Jóhann Golden Globe-verðlaunin í ár.

Frá þessu greinir RÚV í kvöld og vitnar í fréttabréf umboðsfyrirtækis Jóhanns. Ensku leikararnir Colin Firth og Rachel Weisz munu fara með aðalhlutverkin í myndinni, sem segir frá breska viðskiptamanninum Donald Crowhurst sem lét lífið í misheppnaðri tilraun til að sigla einn í kringum heiminn árið 1969.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×