Handbolti

Jóhann Ingi: Dómarinn settur í erfiða stöðu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arnar Sigurjónsson á vellinum í kvöld.
Arnar Sigurjónsson á vellinum í kvöld. vísir/eyþór
Það vakti athygli í kvöld að annar dómaranna sem Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, gagnrýndi og var settur í bann fyrir, Arnar Sigurjónsson, var mættur til þess að dæma leik Stjörnunnar og Hauka í kvöld.

„Ég veit ekki hvort ég megi segja það en mér finnst þetta fáránlegt. Dómarinn er settur í erfiða stöðu. Það er óþarfa pressa sett á hann finnst mér,“ sagði Jóhann Ingi Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, sem stýrði liðinu í fjarveru Einars í kvöld.

Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan-Haukar 28-33 | Þriðji sigur Hauka staðreynd

Það var þó ekki dómgæslan sem varð Stjörnunni að falli í kvöld.

„Við skorum ekki. Mér fannst vera það í fljótu bragði eftir leikinn,“ sagði Jóhann Ingi um átta mínútna kaflann þegar Haukar skoruðu sjö mörk í röð.

„Við fáum færi í hverri sókn en Einar Ólafur (Vilmundarson) kom sterkur inn í markið. Á sama tíma erum við slakir varnarlega líka. Maður þarf að sjá þetta aftur til að meta þetta betur.

„Mér fannst menn gefa allt í þetta. Þetta er stundum svona. Það brotnaði undan stemningunni þegar það gekk illa, eðlilega,“ sagði Jóhann.


Tengdar fréttir

Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum

"Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×