Handbolti

Jóhann Ingi: Áttaði mig ekki á því hvað dómarar leggja á sig mikla vinnu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum þjálfari Kiel, mun aðstoða dómarana á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í janúar en þetta verður þriðja Evrópumótið í röð þar sem hann vinnur með dómurunum.

„Er ég tók þetta að mér þá áttaði ég mig ekki á því hvað dómarar leggja á sig mikla vinnu. Þeir leggja mikið á sig til þess að vera í toppformi á öllum vígstöðvum,“ segir Jóhann Ingi.

„Það eru miklar kröfur settar á dómarana og mikið fundað. Ef þeir standa sig ekki í leikjum eru þeir teknir á beinið á fundum daginn eftir. Það er mikill metnaður í dómurum og ég held að þjálfarar átti sig því miður ekki að því.“

Jóhann Ingi verður einnig með námskeið í Króatíu í janúar þar sem 500 þjálfarar ætla að mæta.

Sjá má viðtalið við Jóhann Inga í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×