Enski boltinn

Jóhann Berg spilaði í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jói Berg var í tapliði í dag.
Jói Berg var í tapliði í dag. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði í rúman klukkutíma þegar Charlton tapaði fyrir Bournemouth á útivelli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Callum Wilson skoraði eina markið á þriðju mínútu leiksins, en Jóhanni var skipt af velli eftir 66. mínútna leik. Hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Charlton er eftir tapið í áttunda sæti deildarinnar, en Bournemouth er sæti neðar.

Topplið Watford vann öruggan sigur á Sheffield Wednesday á heimavelli, en Watford er með eins stigs forystu á Derby og Middlesbrough.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Birmingham - Bolton 0-1

Brighton - Middlesbrough 1-2

Fulham - Norwich 1-0

Huddersfield - Blackpool 4-2

Ipswich - Blackburn 1-1

Millwall - Wolves 3-3

Reading - Derby 0-3

Sheffield Wednesday - Watford 0-3

Wigan - Brentford 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×