Fótbolti

Jóhann Berg: Sáttur með að hafa lagt upp fyrir Eið Smára

Óskar Ófeigur Jónsson frá Kazakstan skrifar
vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson átti flotta endurkomu í byrjunarliði íslenska landsliðsins í 3-0 sigri á Kasakstan í Astana í kvöld.



Jóhann Berg lagði upp fyrsta markið og fiskaði aukaspyrnuna sem gaf annað markið. 



„Ég kom nokkuð sterkur inn í þennan leik þó að ég hefði átt að skora því ég átti þarna skot sem áttu að lenda í netinu," sagði Jóhann Berg. 



„Ég er sáttur með að hafa lagt upp fyrir Eið Smára og það var frábært að hann skoraði í dag," sagði Jóhann Berg.



„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleiknum en slökuðum aðeins á í seinni hálfleiknum. Við gáfum þeim meiri tíma á boltanum en við kláruðum þetta mjög vel með þriðja markinu," sagði Jóhann Berg.



„Það var smá pressa hjá þeim fyrstu fimm mínútunar og þeir eru harðir í föstum leikatriðum. Það er þeirra helsta vopn en ég held að þetta hafi verið nokkuð þægilegt í dag," sagði Jóhann Berg.



Jóhann Berg nýtti sér mjög vel mistök markvarðar Kasakstan í fyrsta markinu. „Maður reynir alltaf að lesa markvörðinn en hann var bara með lélegt útspark sem fór beint á kassann á karlinum. Ég setti hann bara lauflétt á Eið Smára sem skoraði," sagði Jóhann Berg.



„Ég sá þetta góða hlaup hjá Eiði og þetta var mjög vel klárað hjá honum," sagði Jóhann Berg.



„Það var síðan frábært að ná öðrum markinu því þá gátum við aðeins slakað á. Við slökuðum kannski full mikið á en þriðja markið kláraði þetta," sagði Jóhann Berg.



„Nú lítur þetta mjög vel. Nú er bara alvöruleikur á móti Tékklandi í sumar. Vonandi held ég áfram á þessari braut og held líka áfram að spila vel með mínu liði," sagði Jóhann Berg að lokum.


Tengdar fréttir

Hannes Þór: Fagmannlega spilaður leikur eftir markið

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, hélt marki sínu hreinu í fjórða sinn í fimm leikjum í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar Ísland vann 3-0 sigur á Kasakstan á Astana-leikvanginum.

Birkir Bjarna: Gæti ekki verið betra

Birkir Bjarnason skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Kasakstan á Astana-leikvanginum í kvöld og hann var að vonum kátur í leikslok eftir flottan sigur.

Twitter logar eftir mark Eiðs

Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×