Enski boltinn

Jóhann Berg leiðir ellilífeyrisþega út á völlinn ef hann byrjar um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Getty
Burnley ætlar að fara nýjar leiðir á laugardaginn þegar liðið mætir Lincoln City í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta.

Jóhann Berg Guðmundsson spilar með Burnley og verði hann í byrjunarliðinu um helgina færi að gera eitthvað sem hann hefur örugglega aldrei gert áður.

Liðsmenn Burnley munu ekki leiða krakka út á völlinn heldur ellilífeyrisþega. Þetta verður í fyrsta sinn sem atvinnumannafélagi í Englandi tekur upp á slíku. Sjá frétt á heimasíðu Burnley.

Þetta hefur þó gerst áður eins og hjá sænska félaginu AIK en leikmenn liðsins gengu út á völl með öldruðum stuðningsmönnum sínum fyrir leik á móti Gefle 2016. Haukur Heiðar Hauksson er leikmaður AIK en var á bekknum í umræddum leik.

Ellilífeyrisþegarnir eru á aldrinum 69 til 85 ára og þeir hafa allir verið stuðningsmenn Burnley í langan tíma. Þeir eru allir mjög spenntir fyrir að fá að prófa þetta en Burnley þarf reyndar að gefa sér aðeins meiri tíma í inngönguna inn á völlinn.

Burnley er í ensku úrvalsdeildinni og heimavöllurinn, Turf Moor, hefur skilað liðinu 29 af 30 stigum í vetur. Mótherjinn, , er aftur á móti í ensku E-deildinni og er annað tveggja liða í sextán liða úrslitunum sem er ekki í þremur efstu deildunum. Hitt er Sutton United sem mætir Arsenal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×