Enski boltinn

Jóhann Berg genginn til liðs við Charlton

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Charlton staðfesti í dag að Jóhann Berg Guðmundsson hefði skrifað undir tveggja ára samning hjá félaginu. Jóhann kemur á frjálsri sölu frá AZ Alkmaar en hann ákvað að framlengja ekki samningi sínum hjá hollenska liðinu.

Jóhann sem er 23 árs gamall lék 145 leiki fyrir AZ Alkmaar og skoraði í þeim 13 mörk í deildinni. Þá er eftirminnileg þrenna Jóhanns í leik Íslands og Sviss í fyrra þegar hann tryggði íslenska liðinu eitt stig.

Jóhann verður þriðji Íslendingurinn og í herbúðum Charlton Athletic á eftir Hermanni Hreiðarssyni og Rúriki Gíslasyni. Jóhann viðurkenndi í viðtali við opinbera síðu Charlton að það væri léttir að ljúka þessu.

„Það er gott að þessu sé lokið, þetta er spennandi verkefni og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég heyrði af áhuga Charlton fyrir nokkrum vikum og þrátt fyrir áhuga annara liða ákvað ég að velja Charlton enda spennandi tímar framundan hjá félaginu,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×