Fótbolti

Jóhann Berg: Ætluðum að jarða þá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jóhann Berg var einn af betri leikmönnum íslenska liðsins í fyrri hálfleik
Jóhann Berg var einn af betri leikmönnum íslenska liðsins í fyrri hálfleik Vísir/Anton
„Við erum hundfúlir,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið gegn Lettum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann segir að liðið hafi verið of ákaft í að skora mörk og þar með hafi varnarleikur liðsins setið á hakanum.

„Jafnvægið í liðinu var ekki rétt, við sóttum á of mörgum mönnum og ætluðum að skora of mörg mörk. Það gleymdist kannski að það þarf líka að spila varnarleik.“

Leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins munu líklega læra af þessum leik og Jóhann Berg var strax kominn með einn lærdóm sem liðið gat dregið af þessum leik.

„Við áttum kannski að halda þessu verandi komnir í 2-0. Við hefðum átt að sigla þessu heim en við fórum framúr sjálfum okkur. Við ætluðum svoleiðis að jarða þá. Við lærum af þessu og förum í leikinn gegn Tyrkjum til þess að sigra þá.“


Tengdar fréttir

Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“

Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp.

Alfreð: Það er bara á milli okkar

Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliðinu í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×