Lífið

Jógvan og Friðrik Ómar fóru á kostum á færeysku og íslensku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Risastóri jólaþáttur Loga Bergmanns var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið síðastliðið. Þar mætti rjóminn af tónlistarfólki landsins og má meðal annars nefna þá Friðrik Ómar og Jógvan Hansen. 

Söngvararnir hafa lengi vel unnið saman og sérstaklega í kringum jólin. Þeir komu fram í þætti Loga og tóku jólalagið Ég sá mömmu kyssa jólasvein. 

Það sem gerði þennan flutning frábrugðinn öðrum var að hann var bæði á íslensku og færeysku eins og sjá má hér að ofan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×