Fótbolti

Joey Drummer fékk vökva í æð til að hressa sig

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Joey hefur verið einn þeirra sem leitt hefur íslensku stúkuna.
Joey hefur verið einn þeirra sem leitt hefur íslensku stúkuna. mynd/friðgeir og vísir/epa
Jóhann Bianco, betur þekktur sem Joey Drummer, ætlar ekki að láta kverkaskít aftra sér frá því að fara á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum Evrópumótsins. Til að ná henni úr sér fékk hann vökva í æð í dag. Joey segir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Líkt og sagt var frá á Vísi í gær var Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, boðið út til Frakklands til að styðja liðið. Meðlimir hennar, þeirra á meðal Joey, komu heim eftir leikinn gegn Englandi enda Evrópumótssjóðurinn uppurinn. Joey hefur verið einn þeirra sem farið hefur fyrir stuðningsmönnum Íslands enda það í hans verkahring að berja trommur Tólfunnar.

„Jæja það kom að því að blessaður líkaminn segði aðeins stopp, eftir alla þessa geðveiki síðustu 2-3 vikur crashaði maður létt eftir komuna aftur til Íslands og er bara búinn að vera alveg off síðan í gær,“ skrifaði Joey í gær. Hann bætti því við að það væri „ekki séns í helvíti“ að hann myndi láta sig vanta í flugið út en það fer á morgun.

Í dag hafði kunningi hans, sem er sjúkraflutningamaður, samband við hann og bauð honum saltvatnsupplausn í æð til að koma honum í rétt stand. „Er svo að háma í mig engifer, hunang, sítrónu, sólhatt, panodil hot og hvaðeina sem þarf til, það er flug út á morgun og þá þarf maður að vera klár,“ segir Joey í dag.


Tengdar fréttir

KSÍ býður Tólfunni til Nice

KSÍ mun borga fyrir flug, gistingu og miða tíu meðlima Tólfunnar á leikinn gegn Englandi á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×