Fótbolti

Joe Hart gaf mark í fyrsta leik | Emil og félagar unnu á San Siro

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Joe Hart gerði stór mistök strax í fyrsta leik.
Joe Hart gerði stór mistök strax í fyrsta leik. Vísir/EPA
Joe Hart gaf mark strax í fyrsta leik sínum fyrir Torino í 2-1 tapi gegn Atalanta í ítölsku úrvalsdeildini en hann fór beint inn í byrjunarlið Torino eftir félagsskiptin frá Manchester City.

Hart var ekki í myndinni hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, sem fékk Claudio Bravo til liðs við sig á dögunum frá Barcelona.

Hart hélt hreinu í fyrri hálfleik en á 54. mínútu leiksins gaf hann heimamönnum fyrsta markið er hann missti hornspyrnu beint fyrir fætur Andrea Masiello sem renndi boltanum í autt netið.

Torino tókst að jafna metin en Atalanta bætti við öðru marki sínu á 82. mínútu af vítapunktinum en það reyndist sigurmark leiksins.

Í Mílanó mættu Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese stórveldinu AC Milan og fóru heim með þrjú stig í farteskinu. Emil lék allan leikinn á miðjunni hjá Udinese en króatíski framherjinn Stipe Perica skoraði eina mark leiksins undir lok venjulegs leiktíma.

Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag var leikur Roma og Sampdoria flautaður af í hálfleik og leikur Genoa og Fiorentina fór aldrei fram en alls fóru fjórir leikir fram í dag.

Úrslit dagsins:

Bologna 2-1 Napoli

AC Milan 0-1 Udinese

AS Roma 1-2 Sampdoria (Flautaður af í hálfleik)

Atalanta 2-1 Torino

Chievo 1-1 Lazio




Fleiri fréttir

Sjá meira


×